Lýsing
Glæsileg 5 herbergja endaíbúð í Hafnarfirði, björt og opin íbúð með glugga á 3 hliðar, 2 svalir, 4 svefnherbergi, bílskúr, nýuppgerð íbúð. Geymsla í sameign.
Glæsileg og nýuppgerð 5 herbergja endaíbúð á 3. (efstu) hæð í fallegu fjölbýli í Hafnarfirði, með tvennar svalir og glugga í 3 áttir. Íbúðin er 118,4 fm, auk bílskúrs 23,8 fm, samtals 142,2 fm. Gott útsýni og góð staðsetning með auðvelt aðgengi að stofnbrautum. Húsið hefur verið endurnýjað að utan á s.l. árum.
Forstofa með skáp, hol, björt og opin stofa. Bjart og gott eldhús með rúmgóðum borðkrók, með opið aðgengi að stofu. Hvít innrétting og nýleg tæki. Svefngangur, rúmgott hjónaherbergi með stórum skáp. Rúmgott barnaherbergi með skáp, og annað minna barnaherbergi. Svefnherbergi með aðgengi úr stofu - auðvelt að taka niður veggi og sameina þetta herbergi við stofu. Fallegt baðherbergi, ljós innrétting, hvítar flísar í hólf og gólf, upphengt salerni, baðkar með sturtuaðstöðu, gluggi á baði. Innrétting fyrir þvottavél í íbúð. Góð sérgeymsla í sameign. Sameign með hjóla/vagnageymslu og þvottaaðstöðu. Bílskúr með hita, rafmagni, og bílskúrshurðaopnara. Suðurgarður með leiktækjum.
Nýtt parket á allri íbúðinni. Ný blöndunartæki og hluti innréttinga er nýr. Íbúðin er nýlega heilmáluð.
Fjármögnun: IMIROX lán til lögaðila í boði á þessa eign. Frekari upplýsingar um fasteignalán IMIROX á www.imirox.is.
Vinsamlegast sendið fyrirspurnir varðandi eignina á info@imirox.com eða hringið í síma 777-2500.
Finndu frekari upplýsingar um eignina á www.e-fasteignir.is
- Söluyfirlit
- Senda fyrirspurn
- Tilboðsgerð
Vegna auglýsingar á vefsvæðinu fasteignir.is:
Eigendur auglýsa eign sína sjálfir án milligöngu og finna til kaupendur. Eigendur tryggja að löggiltur fasteignasali (eða aðili með löggildingu til að annast milligöngu um sölu fasteigna og skipa) annist milligöngu þegar kemur að kauptilboði og / eða kaupsamningsgerð vegna auglýsingar á vefsvæði Vísis (fasteignir.is). Þessi aðili mun þá sjá um skjalagerð, þ.m.t. söluyfirlit, kauptilboð, kaupsamning, veðleyfi og afsal, eftir því sem við á hverju sinni, og sjá um að annast viðskiptin í samræmi við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Þannig er tryggt að varnir gegn peningaþvætti séu virtar og að réttarstaða kaupanda og seljanda er glögg.
Eigendur geta nýtt sér umrædda þjónustu hjá samstarfsaðila e-fasteigna, PRIMA fasteignasölu, en það er ekki skilyrði fyrir notkun kerfisins og stendur aðilum aðeins til boða ef hún hentar öllum hlutaðeigandi.
Verðskrá þjónustunnar er aðgengileg á vef e-fasteigna.