












Lýsing
Miklaborg kynnir: Rúmgóða og bjarta 4ja herbergja íbúð á efstu hæð í þríbýli við Ölduslóð 17 í Hafnarfiriði. Stærð eignarinnar er alls 128,6 fm og skiptist samkæmt Þjóðskrá í 100,5 fm íbúð og rúmgóðan 28,1 fm bílskúr sem er í úrleigu eins og er. Sameiginlegt þvottahús á fyrstu hæð ásamt 3,3 fm sérgeymslu sem ekki er skráð í fermetratölu. Vestur svalir með fallegu útsýni. Stór og góð sameiginleg lóð með trjágróðri og grasflöt. Frábær staðsetning, stutt frá Öldutúnsskóla og Flensborgarskóla.
Allar nánari upplýsingar veitir Gabriel Máni Hallsson löggiltur fasteignasali í síma 7722661 eða gabriel@miklaborg.is
Nánari lýsing:
Húsið er steinsteypt 3ja hæða þríbýlishús. Húsið var byggt árið 1957. Bílskúrinn var byggður árið 1978. Sérinngangur er á annari hæð hússins. Steyptur teppalagður stigi úr lítilli forstofu með flísalögðu gólfi leiðir upp á þriðju hæð.
Stigapallur er með harðparketi á gólfi og fataskáp og þaðan gengið inni í gang og herbergi.
Gangur er með skáp og harðparketi á gólfi. Þaðan er gengið inn í alrými sem tengir stofu, eldhús, hjónaherbergi, herbergi og baðherbergi.
Stofa er rúmgóð og með harðparketi á gólfi, gengið út á svalir frá stofu.
Svalir snúa í vestur, með fallegu útsýni.
Eldhús er rúmgott með eldri innréttingu og harðparketi á gólfi.
Svefnherbergin eru þrjú með harðparketi á gólfum. Hjónaherbergið er með fataskáp og fallegt útsýni.
Baðherbergi er rúmgott, flísalagt í hólf og gólf og með snyrtilegri innréttingu. Baðkar með sturtuaðstöðu.
Þvottahús og sérgeymsla í sameign. Sérgeymsla er 3,3 fm sem ekki er skráð í fermetratölu.
Bílskúrinn er 28,1. fm. með heitu og köldu vatni staðsettur á lóð við húsið. Snjóbræðsla er á hellulögðu svæði fyrir framan bílskúrinn.
Stór og gróinn garður bakatil og meðfram hægri hlið hússins.