












Lýsing
Miklaborg kynnir: Vel skipulagða tveggja herbergja íbúð við Nýlendugötu 15a í 101 Reykjavík. Íbúðin er skráð 35,3 fm og er hver fermeter vel nýttur. Íbúðin er vel staðsett á eftirsóttum stað í miðbæ Reykjavíkur þar sem stutt er í alla helstu þjónustu og verslun.
Andyri: Með flísum á gólfi.
Baðherbergi: með flísalögðu gólfi og veggjum, "walk in sturta", upphengt salerni, innrétting og opnanlegur gluggi
Svefnherbergi: er rúmgott með harðparketi og innbyggðum fataskáp.
Eldhúsið: er opið inn í stofu með fallegri innréttingu með flísum á milli skápa, harðparketi á gólfi,
Stofan: er með harðparketi á gólfi og stórum gluggum.
Þvottahús/geymsla: með tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Opnanlegur gluggi.
Síðustu framkvæmdir voru:
-Þak bætt og málað 2022.
-Íbúðin mikið endurnýjuð og endurskipulögð á árunum 2020-2023.
-Nýtt bárujárn og gluggar var sett árið 2011.
Innbú getur fylgt eigninni.
Fyrir nánari upplýsingar eða bóka skoðun:
Steinn Andri Viðarsson löggiltur fasteignasali í síma 775-1477 eða Steinn@miklaborg.is