Lýsing
Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Björt og vel skipulögð 4ra herbergja endaíbúð með sérinngangi af opnum svalagangi á 3. hæð við Laufengi 15 í Grafarvogi. Eignin er skráð 97,7 m2 en þar af er íbúð 92,3 m2 og 5,4 m2. Eignin skiptist í 3 svefnherbergi, forstofu, baðherbergi/þvottaherbergi, eldhús, stofu, borðstofu og sérgeymslu á jarðhæð. Svalir með fallegu útsýni í suðausturátt. Stutt er í alla helstu þjónustu, Spöngina, Egilshöll, leik- grunn- og framhaldsskóla og einnig er golfvöllur stutt frá. Sérmerkt yfirbyggt stæði.
Samkvæmt upplýsingum frá seljanda ver var húsið murviðgert og malað að utan árið 2021. Árið 2024 var skipt um eldhúsinnréttingu, innihurðir, parket og fataskápa í herbergjum.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.
Nánari lýsing:
Forstofa er með flísum á gólfi og fataskáp.
Hol er með parketi á gólfi.
Svefnherbergi nr. 1 (Hjónaherbergi) er með parketi á gólfi og fataksápum.
Svefnherbergi nr. 2 er með parketi á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi nr. 3 er með parketi á gólfi.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum að hluta. Inn á baði er salerni, innrétting með skolvask, handklæðaofn og baðkar með sturtuaðstöðu. Tengi er fyrir þvottavél. Gluggi er á baðherbergi.
Eldhús er með fallegri innréttingu og parketi á gólfi. Í innréttingu er helluborð, vaskur, blástursofn, örbylgjuofn og innbyggð uppþvottavél. Gert er ráð fyrir ísskáp í innréttingu.
Stofa/Borðstofa er með parketi á gólfi. Úr stofu er gengið út á svalir með fallegu útsýni í suðausturátt.
Sérgeymsla er á jarðhæð. Er skráð 5,4 m2.
Sameiginleg vagna- og hjólageymsla er á jarðhæð.
Verð kr. 74.900.000,-
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Mosfellsbæjar skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar - er skv. gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.