Opið hús: Fellsás 10, 270 Mosfellsbær. Eignin verður sýnd mánudaginn 5. maí 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.
Lýsing
Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Talsvert endurnýjað 312,3 m2 einbýlishús með tveimur auka íbúðum og bílskúr á eignarlóð við Fellsás 10 í Mosfellsbæ. Stórt hellulagt bílaplan, timburverönd í bakgarði og fallegt útsýni. Aðalíbúðin er um 135,6 m2 með 2 svefnherbergjum, fataherbergi, forstofu, baðherbergi, þvottahúsi, eldhúsi, stórri stofu og borðstofu. Hægt væri að bæta við herbergjum í eigninni. Gott geymsluloft er í eigninni. Önnur auka íbúðin er 2ja herbergja og skiptist í svefnherbergi, forstofu, baðherbergi, eldhús og stofu. Hin auka íbúðin er 3ja herbergja íbúð sem skiptist í tvö svefnherbergi, alrými, baðherbergi og eldhús. Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning en 3ja herbergja íbúðin er í útleigu og getur kaupandi yfirtekið leigusamning við afhendingu.
Skv. upplýsingum frá seljanda var fyrir 2 árum þak grunnað og málað, húsið klætt að utan með lerki, skipt um alla glugga, ný bílskúrshurð og ný útihurð ásamt stiga á efrihæðina. 3ja herbergja íbúðin var tekin í gegn fyrir 3 árum. 2ja herbergja íbúðin var tekin í gegn fyrir 5 árum.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.
Nánari lýsing:
Íbúð á eftir hæð:
Gengið er inn í íbúðina á efri hæð hússins og inn í forstofu með gólfhita.
Stofa og borðstofa eru í mjög stóru opnu rými með parketi á gólfi.
Eldhús er með innréttingu og borðkrók með parketi á gólfi. Í innréttingu er ofn, gashelluborð, helluborð, háfur, ísskápur og uppþvottavél.
Hol er með parketi á gólfi (stiginn var þar áður niður á neðri hæðina)
Svefnherbergi nr. 1 (Hjónaherbergi) er með parketi á gólfi. Inn af hjónaherbergi er fataherbergi með opnum fataskápum.
Svefnherbergi nr. 2 er með parketi á gólfi.
Baðherbergi er dúklagt með vegghengdu salerni, sturtuklefa og innréttingu með skolvaski.
Þvottahús er flísum á gólfi og innréttingu. Gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Úr þvottahúsi er útgeng út á timburverönd og lóð. Úr þvottahúsi er stigi upp á loft með parketi á gólfi.
Auka íbúð nr. 1 - 3ja herbergja íbúðin
Alrými er með parketi á gólfi.
Eldhús er með innréttingu og parketi á gólfi. Í innréttingu er eldavél, háfur og vaskur.
Baðherbergi er með flísum á gólfi, vegghengdu salerni, sturtuklefa og innréttingu með skolvaski.
Svefnherbergi nr. 1 er með parketi á gólfi.
Svefnherbergi nr. 2 er með parketi á gólfi.
Auka íbúð nr. 2 - 2ja herbergja íbúðin
Forstofa er með flísum á gólfi.
Stofa er með parketi á gólfi.
Eldhús er í opnu rými með stofu. Í eldhúsi er innrétting með eldavél, háfi, uppþvottavél og vaski.
Svefnherbergi er með parketi á gólfi og fataskáp.
Baðherbergi/þvottaherbergi er með flísum á gólfi ásamt sturtuklefa, vegghengdu salerni og innréttingu. Gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í innréttingu.
Bílskúr er skráður 37,5 m2 með innkeyrsluhurð og gönguhurð
Verð kr. 175.000.000,-
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Mosfellsbæjar skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar - er skv. gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.