Lýsing
Viltu kynnir bjarta og fallega 3ja herbergja íbúð á 1. hæð með sérinngangi og stórum sólpalli. Íbúð, 82,0 fm, geymsla 2,1 fm, samtals 84,1 fm. Sérmerkt bílastæði fylgir íbúðinni.
Fasteignamat næsta árs 65.650.000 kr.
Frábær staðsetning örstutt er í allar helstu verslanir í Spönginni. Ýmis afþreying er einnig í næsta nágrenni svo sem Egilshöll, Keiluhöllin, Gafarvogslaug og World class. Skemmtilegir göngustígar eru í hverfinu og fullt af leikvöllum fyrir börnin.
Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Allar nánari upplýsingar veita:
Elísabet Kvaran löggiltur fasteignasali í síma 781-2100, elisabet@viltu.is
Karólína Íris löggiltur fasteignasali í síma 772-6939, karolina@viltu.is
NÁNARI LÝSING:
Anddyri: Er með flísalögðu gólfi, fataskáp.
Svefnherbergi: Er rúmgott með parketi á gólfi og nýjum rúmgóðum fataskáp.
Barnaherbergi: Er með parketi á gólfi og nýjum fataskáp.
Eldhús: Hvít innrétting með hvítum flísum á milli skápa. Parket er á gólfi og bjartur borðkrókur.
Stofa/borðstofa: Er björt og falleg með parketi á gólfi og útgengi á stóran sólpall.
Baðherbergi: Er nýlega endurnýjað með fallegri ljósri innréttingu og spegla skáp fyrir ofan vask og góðum handklæðaskáp. Baðkar og upphengt salerni. Flísar á gólfi og veggjum.
Þvottahús: Hvít innrétting með plássi fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Góður geymsluskápur og dúkur er á gólfi.
Sér geymsla, með hillum, er staðsett í sameign. Einnig er hjóla-vagnageymsla. Fjórar rafhleðslu stöðvar eru á bílaplaninu. Hiti er í stétt fyrir utan húsið.
Nýlegar endurbætur á íbúðinni:
- Nýir fataskápar í bæði svefnherbergi 2024
- Eldhús filmað 2020
- Baðherbergi tekið í gegn 2020
- Gluggar málaðir í stofu og eldhúsi fyrir tveimur mánuðum. Einnig svalarhurð og útidyrahurð
- Skipt um tvær rúður í stofu - haust 2023
Fyrirvarar:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.