Lýsing
Kaupstaður fasteignasala kynnir í einkasölu GRANDAVEG 47, íbúið 505, 107 Reykjavík.
Tveggja herbergja íbúð á fimmtu hæð í aldurstengdu lyftuhúsi í rólegu og grónu hverfi í Vesturbænum. Stutt í alla almenna þjónustu og gönguleiðir. Smellið hér fyrir staðsetningu.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit og önnur skjöl, fyrir nánari upplýsingar og tilboðsgerð.
Grandavegur 47, íbúð á hæð 65,8m² samtals samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag íbúðar: anddyri, baðherbergi, gangur, eldhús, þvottahús, hol, svefnherbergi, stofa.
Í sameign: sér geymsla, veislusalur, sauna, heitur pottur og sauna.
Grandavegur 47, íbúð á fimmtu hæð í lyftuhúsi ætlað félagsmönnum í Félagi eldri borgara, 60 ára eða eldri samkvæmt þinglýstri kvöð nr. 5980/1990. Húsið var mikið lagfært að utan árið 2019, steypuviðgert og málað. Sameign fylgir aðgengi að veislusal, sauna, heitum potti og sturtum. Húsvörður er starfandi í húsinu.
Anddyri, parket á gólfi, tvöfaldur fataskápur. Frá anddyri liggur gangur að öðrum vistarverum íbúðarinnar.
Stofa og borðstofa í einu rými. Útgengt út á yfirbyggðar svalir með flísum.
Eldhús, hvít og viðarlit innrétting með efri og neðri skápum og hvítum flísum milli skápa, stálvaskur, helluborð, ofn og vifta. Gert er ráð fyrir ísskáp í innréttingu.
Herbergi, þrefaldur fataskápur, parket á gólfi.
Þvottahús / búr, inn af eldhúsi, tengi fyrir þvottavél, hillur og uppþvottavél, dúkur á gófi.
Baðherbergi, flísalagðir veggir og dúkur á gólfi, sturtuklefi, vaskinnrétting og standandi salerni, vifta.
Gólfefni: parket á anddyri, gang, stofu/borðstofu og herbergi. Dúkur á eldhúsi, baðherbergi og þvottahúsi.
Sameign: teppalögð
Sér geymsla, á geymslugangi, málað gólf.
Samkvæmt eignaskiptasamningi:
05-05 2ja herbergja íbúð 65,8m2 á 5. hæð t.h. í eystri hluta 5. hæðar ásamt 5,3 m2 geymslu nr. 36. Eignarhlutfall í húsi: 1,03% Eignarhlutfall í lóð: 0,99%
Athygli er vakin á því að seljandi hefur ekki búið í eigninni og þekkir því ekki ástand hennar að öðru leyti en fram kemur i söluyfirliti.
Seljandi getur ekki veitt frekari upplýsingar um ástand hennar, en hægt er að kynna sér við almenna skoðun og samkvæmt söluyfirliti.
Eignin selst því ástandi sem hún er í og mun seljandi ekki gera neinar endurbætur fyrir sölu/afhendingu.
Því er skorað á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Seljandi mælir sérstaklega með því að eignin sé skoðuð með fagmönnum.
Um skoðunarskyldu:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Kaupstaður fasteignasala skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Upplýsingar sem koma fram í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga / 1,6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 79.900 m.vsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða er umsýslugjald 129.900 m.vsk.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu: www.kaupstadur.is | Borgartún 29, 105 Reykjavík | Kaupstaður
Opið alla virka daga milli kl. 10:00-15:00. Svarað er í síma milli kl. 09:00-16:00.
Nánari upplýsingar í síma 4540000 eða kaupstadur@kaupstadur.is
.