Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Borga Harðardóttir
Þyrí Guðjónsdóttir
Vista
svg

81

svg

75  Skoðendur

svg

Skráð  1. des. 2025

fjölbýlishús

Safamýri 48

108 Reykjavík

77.700.000 kr.

773.904 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2014792

Fasteignamat

66.550.000 kr.

Brunabótamat

51.850.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1965
svg
100,4 m²
svg
4 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Sameiginl. inngangur

Lýsing

Valborg fasteignasala kynnir sérlega fallega fjögurra herbergja íbúð á fyrstu hæð við Safamýri 48, Reykjavík, íbúðarrýmið er skráð 100,4 fm og einnig fylgir geymsla í kjallara sem ekki inn í fermetratölu íbúðarinnar. Þrjú svefnherbergi. Yfirbyggðar svalir. Húsið hefur fengið reglulegt viðhald að utan.  Fasteignamat 2026 er kr 73.250.000.

Skipting eignarinnar: Forstofa, hol, þrjú svefnherbergi, eldhús með borðkróki, stofa, yfirbyggðar svalir, baðherbergi, þvottaðstaða og geymsla í sameign. 


Nánari lýsing eignarinnar: 
Komið inn í flísalagt hol þar sem er rými fyrir fataskáp.
Eldhús er flísalagt með smekklegri innréttingu, flísar á milli efriskáp og borðplötu. Góður borðkrókur í eldhúsinu. Einnig er fín þvottaaðstaða við eldhúsið þar sem koma má fyrir þvottavél og þurkara. 
Hjónaherbergi er parketlagt og sérlega rúmgott með fataskápum, þaðan er útgengt á yfirbyggðar suðvestur svalir.
Barnaherbergi 1 með fataskáp og parketi.
Barnaherbergi 2 með parketi
Stofa/borðstofa er parketlögð, björt og rúmgóð og þaðan er einnig úgengt á yfirbyggðar svalirnar. 
Baðherbergið er smekklegt og flísalagt með innréttingum,  vegghengdu salerni, handklæðaofni og baðkari og sturtu.
Sérgeymsla íbúðarinnar er í kjallara og þar er einnig sameiginlegt þvottahúss og hjóla- og vagnageymsla. 

Viðhald að utan og í sameign samkvæmt upplýsingum frá húsfélagi og frá fyrri eiganda:
2019 – Viðgerðir á austurhlið. Skipt um alla glugga, múrviðgerðir og blettað. Skipt um svalahurðir.
2019 – Skipt um teppi á stigagangi og hann málaður.
2020 – Frárennsli lagað og dren yfirfarið. Skipt um lagnir að hluta en aðrar fóðraðar. Brunnar endurnýjaðir.
2021 – Skipt um dyrasíma og settir myndavéla dyrasímar með snjall lausn sem hægt er að tengja við APP.
2022 – Vesturhlið viðgerð. Skipt um alla glugga, múrviðgerðir og blettamálun eftir þörfum.
2022 – Settar upp hleðslustöðvar frá Ísorku í sameign á bílaplani. Gengið frá grunnkerfi fyrir hraðhleðslustöðvar í bílskúrum.
2022 - Skipt um ljós í stigahúsi í LED ljós.
2024 - Skipt um slökkvitæki og reykskynjara í stigahúsi.

Þetta er falleg eign sem hefur fengið gott viðhald, frábær staðsetning miðsvæðis í Reykjavík. 

Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Steinþórsson viðskiptafræðingur - löggiltur fasteignasali, í síma 896-5865, tölvupóstur alli@valborgfs.is.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.  Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
 

Valborg fasteignasala

Valborg fasteignasala

Nóatún 17, 105 Reykjavík
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
16. ágú. 2023
58.100.000 kr.
68.000.000 kr.
100.4 m²
677.291 kr.
26. mar. 2008
20.710.000 kr.
25.300.000 kr.
100.4 m²
251.992 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Valborg fasteignasala

Valborg fasteignasala

Nóatún 17, 105 Reykjavík
phone