Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Þóra Birgisdóttir
Vista
svg

64

svg

57  Skoðendur

svg

Skráð  13. jan. 2026

fjölbýlishús

Árskógar 8

109 Reykjavík

81.900.000 kr.

874.066 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2053964

Fasteignamat

72.150.000 kr.

Brunabótamat

46.550.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 1993
svg
93,7 m²
svg
3 herb.
svg
1 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sameiginl. inngangur
svg
Lyfta

Lýsing

Esja Fasteignasala og Þóra Birgisdóttir kynna góða eign á til sölu;  Glæsilega, útsýnisíbúð á 9. hæð í lyftuhúsi fyrir 60 ára og eldri við Árskóga í Reykjavík. 
Eignin er merkt 01-0901, skráð 93,7 fm. skv. fasteignaskrá HMS, þar af er íbúðin sjálf 89,4 fm. og sér geymsla á jarðhæð hússins 4,3 fm.

Forstofa/hol er rúmgott með fataskáp, þar er rúm fyrir borð og stól.
Eldhús er með hvítri eldhúsinnréttingu með viðarköntum, eldunareyju og háf, gott skipulag.
Stofan er rúmgóð með stórkostlegu útsýni bæði til vesturs og norðurs frá gluggahliðum íbúðarinnar. Borðstofan er í opnu rými og góðu flæði við eldhúsioð - gluggi til norðurs við borðstofu, setustofan er hefur glugga í norður og gengið er frá henni út á góðar svalir (6,2 fm.), búið er að samþykkja svalalokun íl húsinu   Frábært útsýni yfir borgina og til Esjunnar.
Svefnherbergin eru tvö, bæði með skápum. Annað herbergið er í dag notað sem sjónvarpsrými.
Baðherbergi er flísalagt með sturtuklefa, hvítri innréttingu og vel skipulögðu svæði innst á baðherbergi þar sem tengt er fyrir þvottavél og þurrkara – lokað af með rennihurð.
Gólfefni er fallegt Merbau-parket á stofu, herbergjum, eldhúsi og forstofu. Flísar á baðherbergi og í þvottarými. 
Myndavéla dyrasímakerfi og neyðarhnappa kerfi er í húsinu ásamt því að hægt er að opna hurðar á sameign og stigahúsum með rafmagns spjaldi. Öryggishnappar eru í íbúðinni.
Þetta er einstaklega falleg og vel um gengin íbúð með miklu útsýni. 
Góð að koma er að húsinu - mörg sameiginleg bílastæði eru á lóðinni ásamt nokkrum hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla.
Sameign er snyrtileg og góð aðkoma, flísalagt andyri og teppalagðir stigapallar eru mjög snyrtileg rými og vel um gengið.
Tvær lyftur eru hlið við hlið í stigahúsinu að Árskógum 8.
Húsið lítur vel út og hefur fengið gott viðahald - ekki er langt síða ytra byrði var yfirfarið og lagað og húsið málað. Þar að auki kemur fram að nýlega búið að skipta út öllu upprunalega glerinu. Heitavatnsinntakið ásamt lagnagrind hússins hefur verið endurnýjað. Báðar lyfturnar hafa verið teknar í gegn og drenið er sagt endurnýjað.

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Þóra Birgisdóttir Lögg. fasteignasali í s. 777-2882 eða thora@esjafasteignasala.is

Íbúar við Árskóga 6 og 8 hafa aðgengi að ýmissi þjónustu og frístundastarfi, nánar um það er að finna á heimasíðunni Reykjavíkurborgar
- Húsvörður býr í húsinu sem annast almennt viðhald fyrir bæði Árskóga 6 og 8.
-Ýmis þjónusta er í boði í húsinu og er þar m.a. matsalur, hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa.   
-Innangengt er í félagsmiðstöðina Árskóga þar sem er skipulagt félagsstarf á vegum Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og þar er mötuneyti og setustofa og hægt er að fá keyptan hádegismat og síðdegiskaffi virka daga. 
-Sameiginlegur veislusalur, vinnustofa og salarkynni fyrir félagsstarf er í tengibyggingunni á milli Árskóga 6 og 8 og er mögulegt að fá leigt húsnæði fyrir afmælisveislur og aðra viðburði.
-Innangengt er yfir í hjúkrunarheimilið Skógarbæ sem er í sambyggðu húsi á sömu lóð. Einnig er púttvöllur utandyra sem íbúar hafa aðgang að.  
- Skilyrði fyrir kaupum á eigninni er að vera í Félagi eldri borgara og vera 60 ára og eldri. Hingað til hefur verið hægt að ganga í félagið við kaup á íbúðum félagsins ef kaupendur 60 ára og eldri en eru ekki í félaginu.
- Hlutdeild í samkomusalnum á jarðhæðinni og í húsvarðaríbúð fylgir eigninni samkvæmt eignaskiptasamningi.
Allar upplýsingar um eignina gefur Þóra Birgisdóttir s. 777-2882 eða thora@esjafasteignasala.is


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Esja fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

img
Þóra Birgisdóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Esja fasteignasala
Sundagörðum 2, 104 Reykjavík

Esja fasteignasala

Sundagörðum 2, 104 Reykjavík
phone
img

Þóra Birgisdóttir

Sundagörðum 2, 104 Reykjavík

Esja fasteignasala

Sundagörðum 2, 104 Reykjavík
phone

Þóra Birgisdóttir

Sundagörðum 2, 104 Reykjavík