Lýsing
Íbúðin sjálf er skráð 151,9 m2 hjá HMS, þar af er geymslan skráð 9,9 m2 og bílageymslan skráð 26 m2.
Sjón er sögu ríkari, bókið skoðun hjá Hallgrími Hólmsteinssyni í síma 896-6020 eða á tölvupóstfangið hallgrimur@trausti.is.
Nánari lýsing eignar:
Komið er inn á flísalagða forstofu og hol með góðum fataskáp.
Stofa og borðstofa eru með parketi á gólfi. Úr stofu er hringstigi niður á neðri hæðina.
Eldhúsið er rúmgott með nýlegri innréttingu, flísar á gólfi.Inn af eldhúsi er þvottahús og búr, flísar á gólfi.
Baðherbergi er með baðkari og sturtuklefa, flísalagt í hólf og gólf.
Hjónaherbergið er rúmgott og bjart, með parketi á gólfi og góðu skápaplássi. Þaðan er útgengt út á rúmgóðar svalir.
Herbergi I er rúmgott og parket á gólfi. Mögulegt er að breyta herberginu aftur í tvö herbergi með millivegg.
Herbergi II er á neðri hæð, rúmgott með parketi á gólfi og stórum glugga út í garð. Útgengt út úr því herbergi út í garðinn.
Herbergi III er líka á neðri hæð með parket á gólfi.
Í kjallara er sér geymsla fyrir íbúðina, hjóla- og vagnageymslu.
Bílageymslan er með sjálfvirkri hurðaopnun og er snyrtileg og rúmgóð. Þar er aðstaða til að þvo bíla.
Þessi íbúð hefur allt sem þarf fyrir stóra fjölskyldu og Seljahverfið er eftirsótt staðsetning á höfuðborgarsvæðinu. Mjóddin er stutt frá og stutt er í Elliðaárdalinn og útivistina þar. Sjón er sögu ríkari, bókið skoðun hjá Hallgrími Hólmsteinssyni löggiltum fasteignasala í síma 8966020 eða í tölvupóstfanginu hallgrimur@trausti.is.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.