Lýsing
Aðalsteinn Jón Bergdal lgf. og Trausti fasteignasala kynna í einkasölu rúmgóða og bjarta 2ja herbergja íbúð á annari hæð við Eyjabakka 11. Lagt var nýtt parket á íbúðina 2022. Nýr gluggi í eldhúsi og verður einnig skipt um glugga í svefnherbergi. Ofnar yfirfarnir 2024 og skipt um sem þurfti.
Smelltu hér til að sækja söluyfirlit.
Fáðu frítt söluverðmat fyrir þína eign
Eignin er skráð samkvæmt þjóðskrá íslands 71,9 fm.
Nánari lýsing:
Forstofa með parket á gólfi.
Stofa er mjög rúmgóð og úr henni er útgengt á góðar svalir. Parket á gólfi.
Eldhús með hillur/innrétting í lausum einingum sem var skipt um 2021. Tengi er fyrir þvottavél/uppþvottavél í innréttingunni. Við enda eldhússins er borðkrókur við glugga. Opið er frá borðkróknum yfir að stofunni. Parket á gólfi.
Svefnherbergi er bjart og rúmgott. Parket á gólfi.
Baðherbergi með flísar á gólfi, baðkar er með sturtuaðstöðu og hengi.
Sérgeymsla er í kjallara húsins.
Sameiginleg hjóla og vagnageymsla og einnig er sameiginlegt þvotta og þurrkherbergi þar sem hver er með sitt tengi
Húsið er byggt í U þar sem sameiginlegur garður er í miðjunni með leiktækjum sem er vel viðhaldið.
Í göngufæri er leikskóli og grunnskóli. Mjóddin þjónustumiðstöð og hefur hún að geyma nær alla helstu þjónustu þar með talið matvöruverslun, heilsugæslu, strætó stoppustöð, hreinsun og banka svo fátt eitt sé nefnt.
Allar nánari upplýsingar veita Brynja Kristín Gunnarsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 691-6066 eða á netfanginu brynja@trausti.is og Aðalsteinn Jón Bergdal, löggiltur fasteignasali, á netfanginu alli@trausti.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.