Opið hús í íbúð 202 Kóngsbakka 8, miðvikudaginn 23. apríl frá kl. korter yfir fimm til korter í sex. Ægir s. 896-8030 verður á staðnum.
Lýsing
Fín fjögurra herbergja íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli.
Barnvænt umhverfi, stór garður með leiktækjum framan við innganginn.
Húsið er í góðu viðhaldi.
Þvottahús innaf eldhúsi.
Stórar vestur svalir.
Lýsing:
Komið er í hol sem er opið í stofu.
Stofan er rúmgóð og þaðan er gengið út á svalir í vestur sem eru meðfram allrí íbúðinni.
Eldhúsið er opið í stofu og þar fallegar innréttingar, mikið skápapláss, flísar á gólfi.
Innaf eldhúsi er svo aflokað þvottahús.
Í holi milii stofunnar og svefnerbergja gangs eru fataskápar.
Á svefnherbergja gangi er baðherbergi með máluðum flísum á veggjum, dúkur á gólfi, baðkar.
Hjónaherbergið er bjart með skápum og tveim gluggum í austur.
Síðan er eitt lítið herbergi og annað stærra fyrir enda gangs, bæði með gluggum í austur.
Gólfefni eru parket á stofum, holi, göngum og svefnherbergjum, flísar á eldhúsi og dúkflísar á baði.
Í sameign er góð hjólageymsla frá stigagangi.
Í kjallara er svo sér geymsla fyrir þessa íbúð.
Einnig í sameign í kjallara er þurkherbergi, geymsla og tvö ófrágengin rúmi sem eftir er að ganga frá.
Allt rafmagn í íbúðinni var endurnýjað 2016 og set ný tafla.
Skipt var um eldhúsinnréttingu 2016
Reglulegt viðhald hefur verið í húsinu svo sem þaki, gluggum og ytra byrði.
Tvö húsfélög, eitt fyrir stigagang og annað fyrir allt húsið.
Nánari upplýsingar veitir Ægir s. 896-8030 eða aegir@borgir.is
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Vill Borgir því skora væntanlega kaupendur á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bæra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 70.000 mvsk.