Lýsing
Eignin er skráð 85,8 fm. skv. Fasteignskrá HMS, þar af er sérgeymsla íbúðar 8,9 fm. og íbúðin sjálf 76,9 fm.
Nánari lýsing;
Komið er inn í forstofu/hol íbúðar úr sameiginlegum stigagangi.
Stofa og eldhús eru í opnu alrými samtengt eldhúsi með glugga og svalir mót vestri.
Eldhús er með eldri innréttingu, möguleiki að tengja uppþvottavél. Borðstofa liggur samhliða eldhúsið – út úr henni er gengið út á skjólgóðar svalir mót vestri.
Stofan er opið rými með góðum gluggum.
Baðherbergi er með baðkari og upphengdri sturtu. Á baðherbergi er tengt fyrir þvottavél.
Svefnherbergi eru tvö, rúmgott hjónaherbergi með með góðum IKEA fataskáp með rennihurðum .
Barnaherbergi er ágætt einnig með skáp.
Á gólfum er harðparket. Í sameign er sameiginlegt þvottahús, sérgeymslur íbúða (þessari íbúð tilheyrir 8,9 fm. geymsla) auk vagna- og hjólageymslu.
Garðurinn er afgirtur og barnvænn, með leiksvæði í góðu skjóli í miðjunni.
Nýlega er búið að fara í yfirgripsmiklar endurbætur á ytra byrði hússins m.a. var skipt um glugga, svalahurð og aðalhurð/inngang hússins, það múrviðgert og málað.
Athygli er vakin á því að myndir í kynningunni eru nokkurra ára gamlar, búið er að skipta um alla glugga í íbúðinni og múrviðgera og mála húsið síðan þær voru teknar.
Allar upplýsingar um eignina gefur Þóra Birgis. löggiltur fasteignasali S. 7772882 eða á thora@esjafasteignasla.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.